Karlinn á Laugaveginum las vísu kerlingarinnar á Skólavörðuholti, þar sem hún sagði hann ekki hugsa um annað en að eta og hrjóta. Honum varð að orði: Það er eins og áfengt vín um annan þykja vænna en sig

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Karlinn á Laugaveginum las vísu kerlingarinnar á Skólavörðuholti, þar sem hún sagði hann ekki hugsa um annað en að eta og hrjóta. Honum varð að orði:

Það er eins og áfengt vín

um annan þykja vænna en sig.

Kerling hugsar hlýtt til mín

hún þegar fer að skamma mig.

Skarphéðinn Ásbjörnsson heyrði af því hjá Einari Kolbeinssyni að kindur væru orðnar færri en fólk á þessu landi. Hann orti:

Já, okkar land er illa statt

endar brátt í nauðum.

Því ánum fækkar alltof hratt

en alltaf fjölgar sauðum.

Þegar

...