„Ég er komin 38 vikur á leið og það er sem betur fer allt að verða klárt fyrir litla karlinn en við réðumst reyndar í miklar framkvæmdir á heimilinu í sumar svo það er smá í land þar. Við fluttum í yndislega íbúð í Salahverfinu í Kópavogi fyrir ári þegar við komum heim frá Bandaríkjunum, hún var hins vegar komin til ára sinna og ákváðum við að gefa okkur ár í að taka íbúðina í gegn.“
Hjónin komust að kyni barnsins í maí.
Hjónin komust að kyni barnsins í maí. — Ljósmynd/Úr einkasafni

Sandra Björg og Hilmar kynntust þegar þau voru bæði í námi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og gengu í hjónaband á blautum en fallegum föstudegi síðastliðið sumar. Hjónin festu kaup á húsi í Kópavogi á síðasta ári eftir sólríka dvöl í Los Angeles og hafa búið sér afar fallegt heimili í Salahverfinu ásamt köttunum Hnoðra og Tígra sem bíða spenntir eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum.

Hvernig var að deila gleðitíðindunum með fjölskyldu og vinum?

„Mun skemmtilegra en ég hafði nokkurn tíma þorað að vona. Ég átti einhvern veginn von á minni viðbrögðum þar sem við höfum verið lengi saman og erum orðin 34 ára gömul, en það var hreint út sagt dásamlegt að deila fréttunum með vinum og fjölskyldu. Það samgleðjast okkur allir.“

Komust að kyninu á strönd í Malibu

Sandra Björg

...