Við erum enn og aftur minnt á að fullveldið er aldrei sjálfgefið og kostar sífellda baráttu.
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson

Á síðasta þingi var lögð fram skýrsla utanríkisráðherra vegna bókunar 35 við EES-samninginn, sem felur í sér frekara fullveldisframsal til Evrópusambandsins. Fátt nýtt var þar að finna; snyrtileg samantekt, sögubútar og valdar lögskýringar. Órökstuddar fullyrðingar um að framsal löggjafarvalds sé eiginlega ekki framsal löggjafarvalds. Eftir stendur að við erum enn og aftur minnt á að fullveldið er aldrei sjálfgefið og kostar sífellda baráttu.

ESB stjórni íslenskri löggjöf

Tilgangurinn með bókun 35 er að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum. Á fyrri þingvetri kom einmitt fram frumvarp sem ætlað var að hnykkja á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá Evrópusambandinu og fjalla af einhverjum ástæðum einnig um

...