Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tæplega þriggja ára, sumarsins 2027. Fyrri samningur Arteta átti að renna út í lok þessa tímabils en hann hefur stýrt Arsenal frá…

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tæplega þriggja ára, sumarsins 2027. Fyrri samningur Arteta átti að renna út í lok þessa tímabils en hann hefur stýrt Arsenal frá árinu 2019 og unnið einn bikar, ensku bikarkeppnina árið 2020. Undir stjórn Arteta hefur liðið verið í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin þar sem Manchester City skákaði því.

Handknattleiksdeild ÍR hefur fengið unglingalandsliðskonuna Dagmar Guðrúnu Pálsdóttur til liðs við sig að láni frá Fram. Gildir lánssamningurinn út nýhafið tímabilið. Dagmar Guðrún er 18 ára gömul örvhent skytta sem var markahæst hjá Íslandi á HM 2024 U18-ára liða í Kína í sumar með 27 mörk. Hún lék tíu leiki í úrvalsdeildinni með Fram á síðasta tímabili og sex leiki með

...