HK gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum FH, 36:32, á heimavelli sínum í Kórnum í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er önnur umferðin fór af stað með þremur leikjum. FH var með 16:14-forskot í hálfleik og bjuggust…
Sterkur Skarphéðinn Ívar Einarsson átti afar góðan leik gegn sínum gömlu félögum í KA í gærkvöldi. Hann var markahæstur hjá Haukum með átta.
Sterkur Skarphéðinn Ívar Einarsson átti afar góðan leik gegn sínum gömlu félögum í KA í gærkvöldi. Hann var markahæstur hjá Haukum með átta. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

HK gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum FH, 36:32, á heimavelli sínum í Kórnum í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er önnur umferðin fór af stað með þremur leikjum.

FH var með 16:14-forskot í hálfleik og bjuggust flestir við að meistararnir færu með stigin tvö aftur í Hafnarfjörðinn. HK var á öðru máli, vann seinni hálfleikinn með sex mörkum og sigldi sætum sigri í hús.

Margir lögðu sitt af mörkum hjá HK. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur með sjö mörk og þeir Andri Þór Helgason, Sigurður Jefferson Guarino og Ágúst Guðmundsson komu næstir, allir með sex mörk. Jovan Kukobat varði 13 skot í markinu.

...