Meiddur Þorri Mar Þórisson leikur ekki meira með Öster á tímabilinu.
Meiddur Þorri Mar Þórisson leikur ekki meira með Öster á tímabilinu. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Þorri Mar Þórisson gekkst undir aðgerð vegna meiðsla á dögunum og leikur því ekki meira með sænska B-deildarliðinu Öster á yfirstandandi tímabili. Fótbolti.net greinir frá en þar kemur ekki fram um hvers slags meiðsli er að ræða. Aðgerðin þýðir þó að Dalvíkingurinn Þorri Mar verður frá keppni næstu tvo mánuði, en keppni í sænsku B-deildinni lýkur í byrjun nóvember og þar með er tímabili hans lokið.