Ljósvaki brá undir sig betri fætinum og skellti sér í kvikmyndahús á dögunum. Fyrir valinu varð hryllingsmyndin Longlegs, þar sem hinn elskulegi Nicolas Cage fer á kostum eins og hans er von og vísa
Longlegs Nicolas Cage leikur titilpersónuna.
Longlegs Nicolas Cage leikur titilpersónuna. — AFP/Matt Winkelmeyer

Gunnar Egill Daníelsson

Ljósvaki brá undir sig betri fætinum og skellti sér í kvikmyndahús á dögunum. Fyrir valinu varð hryllingsmyndin Longlegs, þar sem hinn elskulegi Nicolas Cage fer á kostum eins og hans er von og vísa.

Myndin var hin besta skemmtun; óþægileg, skrítin og gróf en athyglisverð. Ljósvaki verður þó að minnast á eitt sem fór langt með að skemma upplifunina, íslenska textann. Mikið sem textanum var ábótavant.

Sú sem textaði, ef það var þá manneskja, hafði ekki nokkra tilfinningu fyrir íslenskri málnotkun, beinþýddi úr ensku, stundum ranglega, og Ljósvaki missti tölu á því hve oft heilu setningarnar voru ranglega fallbeygðar. Á stundum velti Ljósvaki því fyrir sér hvort gervigreind hefði séð um textunina. Vonandi var

...