„Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem tók við Barnabókaverðlaunum Guðrúnar Helgadóttur í Höfða síðdegis í gær. Hann hlaut verðlaunin fyrir handrit að bókinni Skólastjórinn
Verðlaunaður Katrín Lilja Jónsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Ævar Þór og Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Verðlaunaður Katrín Lilja Jónsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Ævar Þór og Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem tók við Barnabókaverðlaunum Guðrúnar Helgadóttur í Höfða síðdegis í gær. Hann hlaut verðlaunin fyrir handrit að bókinni Skólastjórinn.

Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfundar, að því er segir í tilkynningu.

Ævar nefnir sérstaklega að það hafi mikla þýðingu að verðlaunin séu kennd við Guðrúnu Helgadóttur. „Margir segja að Guðrún sé okkar Astrid en í mínum huga þarf ekki að bera hana saman við neinn. Hún var einstök,“ segir hann

...