Stefnuræða forsætisráðherra var til marks um að ríkisstjórnin vilji þreyja þorrann

Bjarni Benediktsson flutti stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld eins og venja er í upphafi þings og í kjölfarið sigldu hefðbundnar „umræður“ um hana.

Ræða Bjarna snerist að vísu ekki nema að litlu leyti um stefnu ríkisstjórnarinnar og störfin fram undan og fátt ef nokkuð, sem þar kom á óvart. Eins og skiljanlegt er; ríkisstjórnarsamstarfið er ekki nýtt af nálinni og stjórnarsáttmáli liggur fyrir.

Bjarni er vissulega nýr forsætisráðherra í því samstarfi, en líkt og hann minnti á, þá kom erindi ríkisstjórnarinnar skýrt fram á liðnu kjörtímabili. Verkefnin á þessu hinsta þingi fyrir alþingiskosningar má svo að miklu leyti ráða af þingmálaskrá ráðherranna, líkt og Bjarni vék að:

„Við höfum lagt fram þingmálaskrá sem inniheldur fjölda þjóðþrifamála. Í

...