Það er líklega ekkert í lífinu eins taugatrekkjandi og þroskandi og að eignast afkvæmi. Það að eignast barn er svolítið eins og spila Candy Crush; stundum gengur mjög vel og stundum svo illa að fólk er til í að borga nánast hvað sem er til að komast …
Börn þurfa skýran ramma ef þeim á að vegna vel í lífinu. Þokukennd einkunnagjöf ýtir ekki undir vellíðan barna.
Börn þurfa skýran ramma ef þeim á að vegna vel í lífinu. Þokukennd einkunnagjöf ýtir ekki undir vellíðan barna. — Ljósmynd/Yunus Tug/Unsplash

Það er líklega ekkert í lífinu eins taugatrekkjandi og þroskandi og að eignast afkvæmi. Það að eignast barn er svolítið eins og spila Candy Crush; stundum gengur mjög vel og stundum svo illa að fólk er til í að borga nánast hvað sem er til að komast upp um borð eða út úr aðstæðum sem eru óviðráðanlegar.

Frosti Örn Gnarr, þriggja barna faðir í Háaleitishverfinu, kemst ágætlega að orði hér í blaðinu þegar hann lýsir því hvernig honum leið þegar fyrsta barnið kom í heiminn 2016. Hann skildi eiginlega ekkert í því hvers vegna þeim, nýbökuðu foreldrunum, var treyst fyrir barninu og mættu fara með það heim.

Þótt það séu komin 15 ár síðan ég fór síðast með barn heim af fæðingardeild þá man ég þetta allt eins og það hafi gerst í gær. Í dag hefur barnið, sem fæddist í Hreiðrinu sumarið 2009, sterkar skoðanir á lífinu og

...