Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hlaut í fyrrakvöld sjö verðlaun þegar tónlistarmyndbandsverðlaun MTV voru afhent í New York. Var hún meðal annars verðlaunuð sem besti listamaður ársins og fyrir besta myndbandið, „Fortnight“, þar…
Glæsileg Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift á rauða dreglinum.
Glæsileg Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift á rauða dreglinum. — AFP/Angela Weiss

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hlaut í fyrrakvöld sjö verðlaun þegar tónlistarmyndbandsverðlaun MTV voru afhent í New York. Var hún meðal annars verðlaunuð sem besti listamaður ársins og fyrir besta myndbandið, „Fortnight“, þar sem bandaríski rapparinn Post Malone var gestasöngvari. Alls hafði Swift verið tilnefnd til 12 verðlauna. Með nýjustu verðlaununum hefur hún á ferli sínum samtals unnið 30 MTV-verðlaun og þar með slegið fyrra met Beyoncé sem hafði unnið 27. Frá þessu greinir AFP. Þess má geta að þetta er þriðja árið í röð sem Swift vinnur fyrir myndband ársins, en í fyrra vann hún fyrir „Anti-Hero“ og árið 2022 fyrir „All Too Well“ í 10 mínútna útgáfu lagsins.

Swift nýtti tækifærið í þakkarræðu sinni til að hvetja kjósendur í Bandaríkjunum til að nýta kosningarétt sinn 5. nóvember, en fyrr í vikunni lýsti hún yfir stuðningi

...