Horfur eru á hægari hagvexti næstu misseri en að meðaltali undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýbirtum hagvísi Analytica. Analytica spáir því að líkur séu á samdrætti á næsta ári. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri og stofnandi Analytica, segir í…
Hagkerfið Verðbólguvæntingar til eins og hálfs árs eru komnar niður í um 3,2%. Stofnandi Analytica spáir 6% verðbólgu í lok þessa árs.
Hagkerfið Verðbólguvæntingar til eins og hálfs árs eru komnar niður í um 3,2%. Stofnandi Analytica spáir 6% verðbólgu í lok þessa árs. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Horfur eru á hægari hagvexti næstu misseri en að meðaltali undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýbirtum hagvísi Analytica. Analytica spáir því að líkur séu á samdrætti á næsta ári.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri og stofnandi Analytica, segir í samtali við Morgunblaðið að það sem af er ári hafi þróunin verið í takt við væntingar.

„Við höfum metið það svo að á þessu ári væru rúmlega fjórðungslíkur á efnahagssamdrætti, þ.e. minni líkur en meiri, og eitthvað minni líkur á næstu nokkrum árum,“

...