Sólveig Guðmundsdóttir fæddist 22. júní 1936 í Eystri-Skógum, Austur-Eyjafjöllum. Hún lést á bráðamóttökunni í Reykjavik 25. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Anna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1910, d. 30. mars 2007, og Guðmundur Vigfússon bóndi, f. 14. júní 1901, d. 22. des. 1950.

Bræður Sólveigar: Vigfús, f. 15. mars 1934, d. 30. mars 1990, Ólafur Agnar, f. 23. febrúar 1940, d. 9. júní 2023, Jón Ingi, f. 8. mars 1942, Pétur Max, f. 25. júlí 1943, og Gunnar, f. 3. maí 1949.

Sólveig ólst upp í Eystri-Skógum við öll almenn sveitastörf og bjó þar uns hún giftist Sigþóri Sigurðssyni símaverkstjóra 22. desember 1957 og fluttist að Litla-Hvammi í Mýrdal, þar sem hún bjó til dauðadags. Sigþór var fæddur 28. september 1928, d. 9. desember 2022.

...