Gunnlaugur útskrifaðist sem bakari úr Menntaskólanum í Kópavogi árið 2017 og sem konditor frá Kaupmannahöfn árið 2019. Árið 2020 opnaði hann bakarí sem nýtur mikilla vinsælda. „Mestur tími minn fer í að halda þessum tveimur boltum á lofti, að…
Þessi mynd er lýsandi fyrir líf Gunnlaugs, þar sem meginfókus hans er á bakaríið og föðurhlutverkið.
Þessi mynd er lýsandi fyrir líf Gunnlaugs, þar sem meginfókus hans er á bakaríið og föðurhlutverkið.

Gunnlaugur útskrifaðist sem bakari úr Menntaskólanum í Kópavogi árið 2017 og sem konditor frá Kaupmannahöfn árið 2019. Árið 2020 opnaði hann bakarí sem nýtur mikilla vinsælda. „Mestur tími minn fer í að halda þessum tveimur boltum á lofti, að reka bakarí og vera til staðar sem fjölskyldufaðir,“ segir Gunnlaugur, en þau Kristel eignuðust sitt fyrsta barn saman, Arnar Inga, í apríl 2023. Í fjölskyldunni er einnig hundurinn Bósi, svo að það er mikið fjör á heimilinu.

Hvernig var upplifunin að vera á hliðarlínunni við fæðingu?

„Það var æðisleg upplifun. Fæðingin gekk heilt yfir vel og Kristel útskrifast í mínum bókum með 10 í einkunn fyrir sína frammistöðu. Það var alveg magnað að sjá þennan litla gaur koma í heiminn og tilfinningin ólýsanleg. Starfsfólkið á fæðingardeildinni hugsaði vel um okkur og er greinilega algjört fagfólk fram

...