Guðbjörg Erla Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. apríl 1938.

Hún lést 20. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Gunnar Jóhannsson leigubílstjóri og Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir sem jafnframt starfaði við aðhlynningu á dvalarheimilinu Grund til margra ára. Erla eignaðist þrjú yngri systkin, á eftir henni kom drengurinn Jóhann Trausti sem lést aðeins 13 ára gamall. Svo komu tvær systur, Hjördís Gréta sem nú er látin og Kristín Jóhanna sem lifir systur sína.

Erla gekk í Landakotsskóla og Austurbæjarskóla og síðan í Verslunarskóla Íslands, þar sem hún kynntist manni sínum Tryggva Árnasyni. Erla og Tryggvi gengu í hjónband í júní 1957. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Tryggvi, f. 26. desember 1956, Guðrún Arndís, f. 4. ágúst 1958, Árni, f. 30. mars 1963, og Snorri Þór, f. 14. október 1976.

...