Fjölskyldan í Hvíta húsinu reyndi að standa vörð um sinn veiklaða forseta. En svo tóku einn og tveir eða þrír þingmenn úr báðum deildum, að fullyrða að Biden yrði að hætta. Þeim „væri þungt“ að lýsa þessu yfir, vegna vináttu sinnar við Biden. Nú væri kominn tími. Biden var með mörg þúsund atkvæði í kjörmannahópi demókrata. Varaforsetinn Harris átti ekki einn einasta og það þótt hún hefði verið í framboði!
Svartsengi.
Svartsengi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samgöngusáttmálinn á Reykjavíkursvæðinu á þetta háttstemmda heiti, þótt íbúar sveitarfélaganna, sem eiga að lokum að borga brúsann, viti minna en ekkert um fyrirbærið. Ríkisvaldið, sem bersýnilega hefur ekki sett sig inn í málið fremur en aðrir, fagnaði mjög þegar meintir valdsmenn fengu að skrifa undir sáttmálann sem enginn veit hvort sé bindandi eða ekki. Menn vita að vísu eftir bitra reynslu að allt sem Dagur B. Eggertsson skrifar undir verður seint og illa skuldbindandi fyrir hann sjálfan. Bent hefur verið á að hann hafi skrifað þrem sinnum seinustu 10 árin undir loforð um að eftir fáeinar vikur muni hann koma Miklubraut í stokk! Og alltaf verða margir á fjögurra ára fresti jafn hissa, þegar fáeinum mánuðum síðar sést að ekkert gerist af því sem út úr þeim manni hrekkur. Og þó að sagan sýni aftur og aftur, jafnvel áratug síðar, að alltaf sé óljóst út á hvað málið gengur, þá birtist það enn á loforðalistanum eins og úr manni

...