Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair og tekur við hlutverkinu af Írisi Huldu Þórisdóttur, sem hefur sinnt því undanfarin ár. Kristófer kemur frá Nasdaq á Íslandi, þar sem hann hafði starfað frá árinu 2020 við…
Kristófer Númi Hlynsson
Kristófer Númi Hlynsson

Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair og tekur við hlutverkinu af Írisi Huldu Þórisdóttur, sem hefur sinnt því undanfarin ár.

Kristófer kemur frá Nasdaq á Íslandi, þar sem hann hafði starfað frá árinu 2020 við ráðgjöf og þjónustu við útgefendur verðbréfa og fjármálastofnanir.

Áður starfaði Kristófer í fjögur ár hjá fjárfestingarbankanum JP Morgan í Bretlandi.

Kristófer er með MSc-gráðu í alþjóðlegum fjárfestingum og fjármálum frá Bournemouth-háskóla, ásamt BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.