Ekki vissu margir af þessum limrum Þorsteins á servíettum þegar hann lést árið 1977, en hann hafði geymt þær í kassa sem leyndist í dánarbúi hans. Guðrún systir hans tók þær að sér og geymdi, en bókbindari setti þær í sérstakar plastmöppur svo þær geymdust betur
Næmur Þorsteinn Valdimarsson var mikill náttúrunnandi, hér skoðar hann blóm með stækkunargleri.
Næmur Þorsteinn Valdimarsson var mikill náttúrunnandi, hér skoðar hann blóm með stækkunargleri.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ekki vissu margir af þessum limrum Þorsteins á servíettum þegar hann lést árið 1977, en hann hafði geymt þær í kassa sem leyndist í dánarbúi hans. Guðrún systir hans tók þær að sér og geymdi, en bókbindari setti þær í sérstakar plastmöppur svo þær geymdust betur. Þegar við ættingjarnir vorum með hátíð um aldarminningu Þorsteins árið 2018, þá sýndum við þessa möppu með servíettunum á Bókasafni Kópavogs og vakti það mikla athygli þeirra sem skoðuðu. Það varð hvatning til að gefa þær út á bók,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, annar ritstjóri nýrrar bókar, Limrur á servíettum, en þær geyma, eins og nafnið bendir til, myndir af servíettum með handskrifuðum limrum. Þær samdi og skrifaði frændi hans Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og

...