Sonur minn, sem er fimm ára gamall, er með mikil blæti fyrir Strumpunum þessa dagana. Það er svo sem lítið út á það að setja. Við foreldrarnir höfum lagt áherslu á það alla tíð að hann horfi á sjónvarpsefni með íslensku tali sem verður æ erfiðara eftir því sem erlendum streymisveitum fjölgar
Börn Strumparnir eru vinsælt sjónvarpsefni.
Börn Strumparnir eru vinsælt sjónvarpsefni. — AFP/John Thys

Bjarni Helgason

Sonur minn, sem er fimm ára gamall, er með mikil blæti fyrir Strumpunum þessa dagana. Það er svo sem lítið út á það að setja. Við foreldrarnir höfum lagt áherslu á það alla tíð að hann horfi á sjónvarpsefni með íslensku tali sem verður æ erfiðara eftir því sem erlendum streymisveitum fjölgar. Ég man sjálfur vel eftir Strumpunum sem barn. Þeir voru alltaf á dagskrá í Hagkaup, inni í Kringlu, og þar gátu börn setið í svokölluðu barnaherbergi og horft á Strumpana á myndbandsspólu á meðan foreldar þeirra versluðu í matinn. Ég hafði oftast lítinn áhuga á því að hanga í þessu herbergi enda fannst mér Strumparnir frekar leiðinlegt sjónvarpsefni. Mér fannst barnaherbergið talsvert meira spennandi þegar leikjatölvur voru orðnar staðalbúnaður í herberginu en gafst fljótt upp á því enda gat biðin eftir því að fá að spila orðið ansi löng.

...