Emilio Santoro, 21 árs Breti sem hefur slegið í gegn í hlutverki Elvis Presley heitins, kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 20. september kl. 20. Santoro hefur farið með sigur af hólmi í hlutverki „kóngsins“ í heimsmeistara- og Evrópukeppnum Elvis-eftirherma og þá m.a
Elvisar Emilio Santoro, bláklæddur og lengst til hægri, með hópi Elvis-eftirherma á úrslitakvöldi Elvis-keppni í Graceland í Memphis í Tennessee.
Elvisar Emilio Santoro, bláklæddur og lengst til hægri, með hópi Elvis-eftirherma á úrslitakvöldi Elvis-keppni í Graceland í Memphis í Tennessee.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Emilio Santoro, 21 árs Breti sem hefur slegið í gegn í hlutverki Elvis Presley heitins, kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 20. september kl. 20. Santoro hefur farið með sigur af hólmi í hlutverki „kóngsins“ í heimsmeistara- og Evrópukeppnum Elvis-eftirherma og þá m.a. í heimaborg Elvis, Memphis í Tennessee.

Santoro mun í Hörpu koma fram með fimm manna hljómsveit, The Creoles, og bakröddum, og verður kastljósinu beint að Elvis á sínum yngri árum og fluttir margir af hans þekktustu smellum, t.a.m. „Jailhouse Rock“ og „Can't Help Falling in Love“. Santoro kom fyrst fram í Bandaríkjunum í Memphis, heimaborg Elvis, aðeins 17 ára, vann þar keppnina Images of the King sem ku vera „heimsmeistaramót áhugamanna í

...