Ingveldur Kristmannsdóttir fæddist í Móakoti á Stokkseyri 7. október 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 22. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Guðríður Sæmundsdóttir og Kristmann Gíslason sem bjuggu í Móakoti, og ólst Ingveldur þar upp. Systkini Ingveldar voru þau Guðrún Ingibjörg og Guðmundur, sem bæði eru látin.

Ingveldur giftist 16. febrúar 1947 Jónasi Ingvarssyni, f. á Reynifelli á Rangárvöllum 27. mars 1921, og bjuggu þau á Selfossi. Giftu þau sig í Stokkhólmi, þar sem Jónas var við nám 1946-1947, og sótti Ingveldur nám við húsmæðraskóla í Stokkhólmi á sama tímabili.

Börn þeirra: 1) Örlygur, f. 21. júlí 1947, kvæntur Rannveigu Þórðardóttur og eiga þau fjögur börn, sjö barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Guðrún, f. 2. desember 1952, gift Guðmundi Gunnarssyni og eiga

...