Reykjanesbraut gæti lokast á innan við sólarhring

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær birtist mynd tekin úr lofti sem sýnir rjúkandi hraun úr síðustu jarðeldum í aðeins 2,7 kílómetra fjarlægð frá Reykjanesbraut og nokkur hundruð metrum norðar sést svo jaðar byggðarinnar í Vogum.

Þessi ljósmynd Árna Sæbergs segir meira en mörg orð um hversu naumt er með mannvirki og eldsumbrotin á Reykjanesskaga og vekur til umhugsunar um hið óvissa framhald ef þessar hræringar eru líklegar til að standa næstu einn eða tvo mannsaldra.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir í viðtali við blaðið að gjósi aftur í námunda við virkustu gígana í nýliðnu gosi gæti hraun flætt yfir Reykjanesbraut á innan við degi eða jafnvel skemmri tíma. Vogar á Vatnsleysuströnd eru síðan skammt undan.

Eldfjallafræðingurinn segir að ekki sé hægt

...