GreenFox Marine, norskt sprotafyrirtæki stofnað árið 2020, hefur tekið mikilvæg skref til að bæta fiskeldi með nýrri tækni sem byggist á háskerpuómskoðun og gervigreind. Fyrirtækið er á góðri leið með að bylta fiskeldi með kynflokkun fiska, sem…
Hér má sjá vél sem kyngreinir fiska en kynflokkun fiska getur haft umtalsverð áhrif á framleiðslu, sjálfbærni og heilsu fiska.
Hér má sjá vél sem kyngreinir fiska en kynflokkun fiska getur haft umtalsverð áhrif á framleiðslu, sjálfbærni og heilsu fiska.

Arna Sigrún Haraldsdóttir

arnasigrun@gmail.com

GreenFox Marine, norskt sprotafyrirtæki stofnað árið 2020, hefur tekið mikilvæg skref til að bæta fiskeldi með nýrri tækni sem byggist á háskerpuómskoðun og gervigreind. Fyrirtækið er á góðri leið með að bylta fiskeldi með kynflokkun fiska, sem getur haft umtalsverð áhrif á framleiðslu, sjálfbærni og heilsu fiska. Erling Aspen, forstjóri GreenFox Marine, ræddi við blaðamann um hvernig tækni fyrirtækisins getur nýst á Íslandi og hvaða áskoranir og tækifæri liggja fram undan í íslenskum fiskeldisiðnaði.

Tækifæri fyrir kynflokkun

Kynflokkun fiska með háskerpuómskoðun hefur þegar skilað verulegum árangri í Noregi og Síle. Að sögn Erlings eru tækifæri fyrir þessa tækni á Íslandi sambærileg við önnur lönd. „Þessi tækni gæti verið auðveldlega

...