— Skjáskot/Heimsmetabók Guinness

Bóndapar frá Suður-Afríku, Dean og Deon Barnard sem reka Oppie Plaas Boerdery-býlið, gerðu óvænta uppgötvun þegar þeir voru að uppskera ávexti sína – þeir fundu plómu sem sló öll met met og vó 460 grömm.

Dean Barnard sagði að þeir hefðu aldrei ætlað sér að slá met með plómum sínum.

„Plómurnar voru ekki ræktaðar til að setja neitt met,“ sagði Dean Barnard við heimsmetabók Guinness.

„Metplóman kom af tré sem var með um 150 plómum. Ég gerði ekkert sérstakt til að fá þessa svona stóra.“

Plóman er 110 grömmum þyngri en fyrri metplóma í heimsmetabókinni, sem var ræktuð í Japan árið 2021.

Nánar á K100.is.