Við erum þrír höfundar og leyfðum okkur að fara djúpt inn í samræðuferli um formgerðir um flæði, og þá kannski helst um ögrandi flæði milli fjölskyldulífs og listsköpunar.
„Við höfum alltaf verið góðar vinkonur, þannig að við vorum í miklu flæði í samtölum okkar og það skilar sér inn í þessa bók,“ segir Guðrún.
„Við höfum alltaf verið góðar vinkonur, þannig að við vorum í miklu flæði í samtölum okkar og það skilar sér inn í þessa bók,“ segir Guðrún. — Morgunblaðið/Eggert

Bláleiðir er bókverk um arfleifð listakonunnar Guðrúnar Kristjánsdóttur. Dóttir hennar Oddný Eir Ævarsdóttir er ritstjóri verksins og Snæfríð Þorsteins sá um hönnun.

Guðrún og Oddný segja verkið hafa átt sér langan aðdraganda. „Þegar ég var í námi og flutt að heiman kom ég oft inn á vinnustofu mömmu og þá fann ég sterka tengingu við hana sem listakonu, sem var mikilvægt því ég var að búa mig undir að verða rithöfundur. Vinnustofan var rými þar sem mátti ræða um alla hluti á annan hátt en annars staðar,“ segir Oddný og bætir við: „Eitthvað seinna fór ég að hjálpa mömmu í sýningarhaldi. Ég hafði fylgst með tilurð verka hennar og vinnuferlinu. Mig langaði til að koma því til skila í sýningarhaldi og
gefa hlutdeild í þeirri abstrakt
eða dadaísku samræðu við listakonuna og listaverkin sem enn
er minn útgangspunktur í lífi og list.

...