Washington. AFP. | Bandaríski leikarinn James Earl Jones lést á mánudag. Jones var fjölhæfur leikari, mikill á velli með sterka rödd, og kom fram bæði á sviði og í bíómyndum, en þekktastur var hann fyrir að ljá erkivarmenninu í Stjörnustríðsmyndunum, Svarthöfða, rödd sína
James Earl Jones lék í nærri 90 sjónvarpsþáttum og -þáttaröðum og um 120 kvikmyndum.
James Earl Jones lék í nærri 90 sjónvarpsþáttum og -þáttaröðum og um 120 kvikmyndum. — AFP/Jemal Countess

Washington. AFP. | Bandaríski leikarinn James Earl Jones lést á mánudag. Jones var fjölhæfur leikari, mikill á velli með sterka rödd, og kom fram bæði á sviði og í bíómyndum, en þekktastur var hann fyrir að ljá erkivarmenninu í Stjörnustríðsmyndunum, Svarthöfða, rödd sína. Jones var 93 ára gamall þegar hann lést.

Jones var jafnvel heima í leikritum Shakspeares og verkum Augusts Wilsons um veruleika svartra í Bandaríkjunum. Kraftmikil rödd hans hljómaði ekki aðeins í Stjörnustríðsmyndunum, heldur líka úr munni Mufasa í Konungi ljónanna, hinni klassísku teiknimynd Disneys.

Í þrígang hlaut Jones Tony-verðlaunin, þar á meðal fyrir ævistarf. Hann fékk tvenn Emmy-verðlaun, ein Grammy-verðlaun og heiðursóskar, einnig fyrir ævistarfið.

Árið 1971 var hann tilnefndur

...