Það þýðir lítið að fara á Hótel Sögu á brúðkaupsafmælinu þessa dagana, enda hafa einkennisklæddir „útkastarar“ vikið fyrir fræðaþulum.
Það þýðir lítið að fara á Hótel Sögu á brúðkaupsafmælinu þessa dagana, enda hafa einkennisklæddir „útkastarar“ vikið fyrir fræðaþulum. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Velvakanda barst bréf í september árið 1984 og var bréfritara brugðið yfir vínmenningunni í Reykjavík. Hafði hann farið út á lífið ásamt eiginkonu sinni á tuttugu ára brúðkaupsafmæli þeirra en stemningin var önnur en þegar þau gengu í hjónaband.

Reyndu þau fyrir sér á Hótel Sögu. Á Mímisbar reyndu hjónin að kaupa léttvín, en það var aðeins til sölu í Súlnasal. Þar mátti þó fá gnægð af sterku víni.

„Halda forráðamenn þessa, einna virðulegasta veitingahúss landsins, að það sé menningarvottur að svo fátæklegu veitingavali eða er sala hinna sterkari drykkja gróðavænlegri, hvað sem menningunni líður? Ýmsir gesta fóru líka greinilega yfir strikið, er á kvöldið leið og sofnuðu jafnvel í sætum sínum,“ skrifaði bréfritari og bætti við að fjöldi einkennisbúinna dyravarða og „útkastara“ hefði svo jafnóðum fjarlægt „þessi

...