Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Bd7 8. cxd5 exd5 9. Bg5 h6 10. Bh4 0-0 11. Dc2 He8 12. e3 g5 13. Bg3 Re4 14. Bd3 Bf5 15. 0-0 h5 16. h4 gxh4 17. Bxh4 Dd6 18. Rg5 Bg6 19. Rh3 Re7 20. f3 Rg3 21. Hfe1 Bxd3 22. Dxd3 Rg6 23. Bg5 Dd7 24. e4 Dc6 25. Rf2 Dd6 26. e5 De6 27. Dd2 Rf8 28. Df4 Rf5 29. Bf6 Rh7 30. g4 Rg7 31. Kg2 Hec8 32. Rh3 hxg4 33. fxg4 Db6 34. Hab1 Re6 35. Dh6 Da6

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Tenerife á Spáni. Sigurvegari mótsins, Vignir Vatnar Stefánsson (2.526), hafði hvítt gegn fide-meistaranum Facundo Vazquez (2.388) frá Úrúgvæ. 36. Rg5! Rf4+ aðrir leikir hefðu ekki heldur komið að haldi. 37. Kf3 og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað. Fjórða umferð ólympíumótsins í skák fer fram í dag í Búdapest, sjá nánar á skak.is.