Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Skemmtilegri leiðina heim á K100 á dögunum. Tilefnið var framleiðsla Tesla á Optimus-vélmennum sem Elon Musk eigandi Tesla spáir að geti verið komin inn á heimili innan tveggja ára – eða að minnsta kosti fyrir árið 2030. Musk býst við að tæknin verði aðgengileg almenningi árið 2026. Þá býst hann við að vélmennið muni kosta á milli 20.000 og 30.000 dollara (um 2,7-4 milljónir íslenskra króna). Vélmennið verður búið gervigreind og myndavélum og er í mannlegri mynd.

Viðtalið má sjá og heyra á K100.is.