Líkurnar á hreinum úrslitaleik Vals og Breiðabliks í lokaumferð Bestu deildar kvenna laugardaginn 5. október jukust enn í gærkvöld þegar bæði lið unnu leiki sína á útivöllum í 20. umferð deildarinnar
Akureyri Hulda Björg Hannesdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir eigast við í leik Þórs/KA og Vals á KA-vellinum þar sem Valur vann 1:0.
Akureyri Hulda Björg Hannesdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir eigast við í leik Þórs/KA og Vals á KA-vellinum þar sem Valur vann 1:0. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Líkurnar á hreinum úrslitaleik Vals og Breiðabliks í lokaumferð Bestu deildar kvenna laugardaginn 5. október jukust enn í gærkvöld þegar bæði lið unnu leiki sína á útivöllum í 20. umferð deildarinnar.

Valskonur áttu þar erfiðari kvöldstund en þær knúðu fram sigur gegn Þór/KA á Akureyri, 1:0, á meðan Breiðablik vann öruggari sigur á Þrótti í Laugardalnum, 4:1.

Breiðablik er því komið með 54 stig gegn 53 stigum hjá Val þegar þremur umferðum er ólokið. Auk þess bætti Breiðablik við forskot sitt í markatölu, sem gæti mögulega ráðið úrslitum, og er nú tíu mörkum á undan Val á því sviði.

En vinni bæði lið báða sína leiki í tveimur næstu

...