Afturelding vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er liðið gerði góða ferð á Hlíðarenda og sigraði Val, 34:31, í annarri umferðinni. Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun og spennandi í lokin
Drjúgur Skyttan Blær Hinriksson skýtur yfir Alexander Petersson og Ísak Gústafsson á Hlíðarenda í gær. Blær skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu.
Drjúgur Skyttan Blær Hinriksson skýtur yfir Alexander Petersson og Ísak Gústafsson á Hlíðarenda í gær. Blær skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu. — Morgunblaðið/Eyþór

Á Hlíðarenda

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Afturelding vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi er liðið gerði góða ferð á Hlíðarenda og sigraði Val, 34:31, í annarri umferðinni.

Leikurinn í gær var hin fínasta skemmtun og spennandi í lokin. Var staðan 31:30 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Mosfellingar reyndust sterkari á lokakaflanum og sigldu sætum sigri í höfn.

Aftureldingarliðið er nokkuð breytt frá því á síðustu leiktíð. Þorsteinn Leó Gunnarsson er farinn til Porto í Portúgal og aðrir leikmenn komnir með meiri ábyrgð fyrir vikið. Afturelding átti það til að treysta of mikið á neglur frá Þorsteini fyrir utan, en nú er meiri hraði í

...