Maður heyrir í ljónum, fílum og hýenum á nóttunni. Eina nóttina máttum við ekki fara úr safarítjöldunum okkar þar sem ljón voru beint fyrir utan.
Hvað er fegurra en sólsetur yfir afrískum sléttum?
Hvað er fegurra en sólsetur yfir afrískum sléttum? — Ljósmyndir/Sigrún Þorsteinsdóttir

Afríka er heimsálfa sem er engu lík, full af dulúð, ólýsanlegri náttúrufegurð, villtum dýrum og iðandi og litríku mannlífi. Sigrún Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Jóhannes Erlingsson, voru nýlega á ferðalagi í Austur-Afríku, ásamt fjölskyldu og vinum, og hófst ferðin í Sansíbar í Tansaníu og endaði í Mombasa í Keníu. Sigrún, sem er doktor í heilsueflingu, er starfandi heilsu- og barnasálfræðingur og þar að auki mikill matgæðingur, en margir fylgjast með matargerð hennar á cafesigrun.com. Eitt af hennar aðaláhugamálum eru ferðalög og er Afríka þar í sérstöku uppáhaldi, en hún hefur margoft lagt leið sína þangað, fyrst fyrir tuttugu árum. Blaðamaður fékk Sigrúnu til að segja sér ferðasöguna.

„Við hjónin höfum ferðast til Austur-Afríku allt frá árinu 2005 en þá fórum við í fyrstu ferðina af a.m.k. tíu en þær eru orðnar fleiri hjá eiginmanninum sem hefur fjórum

...