50 ára. Jóhann Steinar fæddist 15. september 1974 í Reykjavík og fagnar því stórafmælinu á morgun. Hann bjó fyrstu árin í Hafnarfirði en fluttist þá í Árbæinn og bjó síðan skamma stund í Washington DC í Bandaríkjunum. Síðar fluttist fjölskyldan í nokkur ár upp á Akranes áður en haldið var í Garðabæinn þar sem hann hefur búið síðan fyrir utan eitt ár sem hann dvaldist sem skiptinemi í Warrensburg í Missouri í Bandaríkjunum.

Hann útskrifaðist af hagfræðideild Verzlunarskóla Íslands, lauk cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands.

Jóhann Steinar hefur starfað í bankageiranum í rúma tvo áratugi og vinnur nú sem sérfræðingur í lánastýringu á viðskiptabankasviði hjá Íslandsbanka.

...