Grafík Hildur og Guðmundur vilja vekja athygli á stöðu grafíklistar.
Grafík Hildur og Guðmundur vilja vekja athygli á stöðu grafíklistar.

Sýning á grafíslistaverkum úr safni hjónanna Hildar og Guðmundar Ármanns var opnuð í gær í Deiglunni á Akureyri. Sýningin stendur aðeins um helgina, opið laugardag og sunnudag kl. 14-17.

Á sýningunni má sjá yfir 40 grafíklistaverk eftir ýmsa grafík­listamenn, bæði íslenska og erlenda. Grafíkverkin koma mörg af skiptum við samnemendur frá námsárum Guðmundar Ármanns og kollegum í grafíkinni en önnur hafa hjónin keypt á síðari árum. Einnig eru mörg verkanna gjafir frá listamönnum og Safnasafninu á Svalbarðsströnd.

Meðal annars eru verk á sýning­unni eftir Ástu Sigurðardóttur, Jón Engilberts, Braga Ásgeirsson, Einar Hákonarson og Dröfn Friðfinnsdóttur.