Andrés Þórðarson fæddist í Hléskógum við Grenivík í Suður-Þingeyjarsýslu 16. október 1940. Hann lést 24. ágúst 2024 á Hrafnistu Sléttuvegi.

Foreldrar Andrésar voru Þórður Jónsson, f. 1899, d. 1967, og Nanna Stefánsdóttir, f. 1900, d. 1956. Andrés var yngstur sjö systkina. Bræður hans eru Þráinn, f. 1923, d. 1991, Baldur, f. 1924, d. 1989, Ingvi, f. 1926, d. 1991, Hjalti, f. 1928, d. 2015, og Stefán, f. 1935. Systir Andrésar er Friðgerður, f. 1930, d. 2021.

Árið 1963 giftist Andrés eiginkonu sinni Helgu Svölu Þorkelsdóttur og bjuggu þau í Reykjavík allan sinn búskap. Helga lést 2018. Börn þeirra eru tvö: Þorkell sameindalíffræðingur, f. 1964, og Nanna Þóra sérkennari, f. 1968. Þorkell er giftur Laufeyju Þóru Ámundadóttur sameindalíffræðingi, f. 1962. Þeirra börn eru Andrés, f. 1997, og Guðrún Lilja, f. 2001. Börn Nönnu Þóru eru Guðberg, f. 1998,

...