… Og ein rökin gegn þessu eru að þetta pirrar íslenska afkomendur Ketils. Ég finn að þetta situr í fólki.
Gísli situr hér með bókina góðu sem tilnefnd er til þessara virtu verðlauna.
Gísli situr hér með bókina góðu sem tilnefnd er til þessara virtu verðlauna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Mér finnst mjög gagnrýnisvert að virt safn skuli kynna þessa atburði svona á 21. öld. Það er algjör óþarfi. Það hefði mátt segja þetta öðruvísi og af meiri sanngirni. Og ein rökin gegn þessu eru að þetta pirrar íslenska afkomendur Ketils. Ég finn að þetta situr í fólki.“ Þetta segir Gísli um framsetningu danska Náttúruminjasafnsins við Östervoldgade á nýrri sýningu um furðuverk náttúrunnar.

Gísli lýsir því að við opnun sýningarinnar, þegar gengið er inn í sýningarrýmið, blasi við mynd af Katli Ketilssyni frá Höfnum og við myndina sé texti sem gefi í skyn að hann hafi verið drápsmaður síðasta geirfuglsins. Slík framsetning svíður í augum fræðimanns á borð við Gísla, því þetta er einfaldlega ekki rétt.

„Mér finnst þetta mjög ámælisvert.“

Forsagan er

...