Elís Árnason veitingamaður í Sporti og grilli og Café Adesso í Smáralind, hefur selt rekstur beggja staða til eigenda veitingastaðarins Fridays í Smáralind, þeirra Helga Magnúsar Hermannssonar og Jóhannesar Birgis Skúlasonar
Sala Sport og grill og Café Adesso skipta um eigendur í Smáralind.
Sala Sport og grill og Café Adesso skipta um eigendur í Smáralind. — Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson

Þóroddur Bjarnson

tobj@mbl.is

Elís Árnason veitingamaður í Sporti og grilli og Café Adesso í Smáralind, hefur selt rekstur beggja staða til eigenda veitingastaðarins Fridays í Smáralind, þeirra Helga Magnúsar Hermannssonar og Jóhannesar Birgis Skúlasonar.

„Ég flutti til Spánar í febrúar sl. og vinn þar hjá Spánarheimilum sem sölumaður. Ég hef fjarstýrt veitingastöðunum þaðan. Menn vissu að ég var kominn með annan fótinn til Spánar og töldu möguleika á sölu, þó að ég hafi ekki verið á þeim buxunum fyrir fram. En ég verð sextugur á næsta ári, fór í stóra hjartaaðgerð í janúar, og er búinn að vera í þessum veitingabransa í þrjátíu ár, þar af tuttugu í Smáralind, þannig að ég ákvað að slá til,“ segir Elís í samtali við Morgunblaðið. „Ég kveð Smáralindina sáttur.“

...