Karlalandsliðið í fótbolta sigraði Svartfellinga í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar, sem fram fór á Laugardalsvelli. Gerðardómur staðfesti að riftun Kópavogsbæjar á samningi við verktaka um byggingu nýs Kársnesskóla væri lögmæt, vanefndir hans hefðu…
Helstu spaðar þjóðfélagsins skunda af þingvelli yfir til kirkju í aðdraganda þingsetningar á þriðjudag.
Helstu spaðar þjóðfélagsins skunda af þingvelli yfir til kirkju í aðdraganda þingsetningar á þriðjudag. — Morgunblaðið/Eggert

7.9.-13.9.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Karlalandsliðið í fótbolta sigraði Svartfellinga í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar, sem fram fór á Laugardalsvelli.

Gerðardómur staðfesti að riftun Kópavogsbæjar á samningi við verktaka um byggingu nýs Kársnesskóla væri lögmæt, vanefndir hans hefðu verið stórfelldar. Bærinn hyggst sækja bætur til verktakans.

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir ekki unnt að kenna sveitarfélaginu um vandræði vegna vindorkuversins Búrfellslundar. Ábyrgðina á þeim beri Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

...