Gísli Níls Einarsson framkvæmdastjóri Öldu öryggis segir samninginn vera fyrsta skrefið í útrás fyrirtækisins á norrænan markað. Aldan er smáforrit og hugbúnaður sem auðveldar alla miðlæga yfirsýn og eftirfylgni í öryggismálum um borð í fiskiskipum
Gísli Níls Einarsson lagði mikla undirbúningsvinnu í þróun Öldunnar og varði einni viku á hafi úti.
Gísli Níls Einarsson lagði mikla undirbúningsvinnu í þróun Öldunnar og varði einni viku á hafi úti. — Ljósmyndir/Þorgeir Baldursson

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Gísli Níls Einarsson framkvæmdastjóri Öldu öryggis segir samninginn vera fyrsta skrefið í útrás fyrirtækisins á norrænan markað. Aldan er smáforrit og hugbúnaður sem auðveldar alla miðlæga yfirsýn og eftirfylgni í öryggismálum um borð í fiskiskipum.

Mikil þörf á slíku kerfi

Gísli stofnaði fyrirtækið ásamt Gunnari Rúnari Ólafssyni í júní 2022 en báðir hafa þeir reynslu og þekkingu í öryggismálum í gegnum störf sín.

„Við sáum báðir að það vantaði miðlægt stafrænt öryggisstjórnunarkerfi sem myndi halda utan um öll öryggismál úti á sjó og stuðla að samræmingu og virkni sjómanna í öryggismálum,“ segir Gísli en í dag eru 14 útgerðir, yfir 40 skip og um þúsund sjómenn að nota

...