Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2024 (Icefish) og ráðstefnunnar „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ (Fish Waste For Profit), er spennt að hlusta á þá fyrirlesara sem fylla dagskrá ráðstefnunnar að þessu sinni
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, telur merkilegan árangur hafa náðst að undanförnu í verðmætasköpun fiskafurða.
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, telur merkilegan árangur hafa náðst að undanförnu í verðmætasköpun fiskafurða.

Elínrós Líndal

elinros@mbl.is

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2024 (Icefish) og ráðstefnunnar „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ (Fish Waste For Profit), er spennt að hlusta á þá fyrirlesara sem fylla dagskrá ráðstefnunnar að þessu sinni. Það eru tæplega þrír áratugir frá því að hún kom fyrst til Íslands í þeim tilgangi að undirbúa Íslensku sjávarútvegssýninguna. Hún er hrifin af landi íss og elda, eins og hún nefnir Ísland, og segir það mjög ólíkt heimalandi sínu Danmörku sem og Bretlandi þar sem hún er nú búsett.

„Það er alltaf nóg að gerast á lokametrum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar og gott að við erum ekki að halda hana í fyrsta skiptið!“ segir hún og bætir við að nú séu 40 ár frá því að Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin

...