Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Beetlejuice Beetlejuice ★★★½· Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: Alfred Gouth og Miles Millar eftir sögu Seths Grahame-Smith. Aðalleikarar: Michael Keaton, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Jenna Ortega, Justin Theroux, Monica Bellucci og Willem Dafoe. Bandaríkin, 2024. 104 mínútur.
Furðuheimur Winona Ryder og Michael Keaton í hlutverkum Lydiu og Beetlejuice í Beetlejuice Beetlejuice í leikstjórn Tims Burton.
Furðuheimur Winona Ryder og Michael Keaton í hlutverkum Lydiu og Beetlejuice í Beetlejuice Beetlejuice í leikstjórn Tims Burton.

kvikmyndir

Helgi Snær Sigurðsson

Ólíkindatólið Beetlejuice, eða Betelgás eins og hann heitir á íslensku, birtist fyrst í kvikmyndinni Beetlejuice árið 1988 í spaugilegri og kraftmikilli túlkun leikarans Michaels Keatons. Líklega átti enginn von á því að Keaton myndi snúa aftur í hlutverki þessa djöfullega prakkara 36 árum síðar, líkt og raunin varð.

Keaton er orðinn löggilt gamalmenni, 73 ára, en bregður sér, að því er virðist áreynslulaust, aftur í þetta gamla hlutverk sitt og virðist engu hafa gleymt. Hlutur hans í þessari nýju mynd er álíka mikill og í þeirri gömlu, aðeins um 17 mínútur, en þær eru vel nýttar og langskemmtilegasti hluti myndarinnar. Þegar Keaton fær sviðið fer myndin á flug, nær súrrealískum hæðum og kitlar hláturtaugarnar. Því miður á það ekki við um myndina í

...