Víkingar voru ekki í neinum vandræðum með að sækja þrjú stig vestur á Meistaravelli í gærkvöld þar sem þeir sigruðu KR-inga 3:0 og komust með því að nýju á topp Bestu deildar karla í fótbolta. Þeir eru nú jafnir Breiðabliki að stigum, bæði lið eru…
Drjúgur Valdimar Þór Ingimundarson sækir að Gyrði Hrafni Guðbrandssyni en Valdimar skoraði fyrir Víking og krækti í vítaspyrnu.
Drjúgur Valdimar Þór Ingimundarson sækir að Gyrði Hrafni Guðbrandssyni en Valdimar skoraði fyrir Víking og krækti í vítaspyrnu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar voru ekki í neinum vandræðum með að sækja þrjú stig vestur á Meistaravelli í gærkvöld þar sem þeir sigruðu KR-inga 3:0 og komust með því að nýju á topp Bestu deildar karla í fótbolta.

Þeir eru nú jafnir Breiðabliki að stigum, bæði lið eru með 46 stig þegar einni umferð er ólokið í hefðbundinni deildakeppni en Valur er ellefu stigum á eftir þeim í þriðja sæti.

Það er því óhætt að segja að lokaspretturinn í einvígi Víkings og Breiðabliks sé hafinn fyrir alvöru. Til að byrja með munu þau bítast um að enda 22 umferðirnar í efsta sætinu þegar Blikar taka á móti HK í Kópavogsslagnum á morgun og Víkingar heimsækja Fylki í Árbæinn á mánudagskvöldið.

...