Sýningu Önnu Rúnar Tryggvadóttur í Listasafni Íslands, Margpóla, lýkur á morgun, sunnudaginn 15. september. Segir í tilkynningu að nú fari hver að verða síðastur að sjá sýninguna en í henni beini Anna Rún sjónum að ósýnilegum kröftum segulsviðs…
Margpóla Sýningu Önnu Rúnar í Listasafni Íslands lýkur á morgun.
Margpóla Sýningu Önnu Rúnar í Listasafni Íslands lýkur á morgun.

Sýningu Önnu Rúnar Tryggvadóttur í Listasafni Íslands, Margpóla, lýkur á morgun, sunnudaginn 15. september. Segir í tilkynningu að nú fari hver að verða síðastur að sjá sýninguna en í henni beini Anna Rún sjónum að ósýnilegum kröftum segulsviðs jarðarinnar og hinu síflakkandi segulnorðri en þetta grunnafl og hvernig það móti umhverfi okkar hafi verið henni hugleikið síðastliðin ár. „Ljóðræn rannsókn listamannsins leitast við að varpa ljósi á mannmiðjað sjónarhorn á hin jarðlegu öfl sem umvefja okkur.“ Á sýningunni er einnig röð vatnslitamynda sem byggjast á hugleiðingum um seguláttir í fortíð og framtíð þar sem Anna Rún snýr upp á aðferðir kortagerðar.