Fyrirlestur um ævisögu Víkur Prjónsdóttur verður haldinn í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi á morgun, sunnudaginn 15. september, klukkan 13. Segir í tilkynningu að þar muni Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur,…
Hönnun Vík Prjónsdóttir vinnur úr íslenskri ull.
Hönnun Vík Prjónsdóttir vinnur úr íslenskri ull.

Fyrirlestur um ævisögu Víkur Prjónsdóttur verður haldinn í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi á morgun, sunnudaginn 15. september, klukkan 13.

Segir í tilkynningu að þar muni Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekja áhugaverða sögu verkefnisins frá því að það var stofnað árið 2005 til dagsins í dag. Þar segir einnig að Vík Prjónsdóttir sé þekkt fyrir frumlega hönnuð teppi og fatnað úr íslenskri ull.