ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu með því að gera jafntefli við Leikni úr Reykjavík, 1:1, í Breiðholti á laugardag. Um leið tryggðu Eyjamenn sér sæti í Bestu deildinni að nýju eftir að hafa fallið úr henni síðastliðið sumar
Besta deildin Fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson hefur bikarinn á loft eftir að ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni.
Besta deildin Fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson hefur bikarinn á loft eftir að ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Fyrsta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

ÍBV tryggði sér sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu með því að gera jafntefli við Leikni úr Reykjavík, 1:1, í Breiðholti á laugardag. Um leið tryggðu Eyjamenn sér sæti í Bestu deildinni að nýju eftir að hafa fallið úr henni síðastliðið sumar.

ÍBV vann sér inn 39 stig og skákaði Keflavík sem hafnaði í öðru sæti með 38 stig. Fjölnir varð í þriðja sæti með 37 stig, Afturelding var í fjórða sæti með 36 stig og ÍR, sem kom upp úr 2. deild á síðasta tímabili, var með 35 stig í fimmta sæti.

Keflavík, Fjölnir, Afturelding og ÍR fara öll í úrslitakeppni og mætast í umspili um eitt laust sæti til viðbótar í Bestu deildinni.

...