Furðu sætir hversu rýr svör fyrirtækið Betri samgöngur og aðrir sem ábyrgð bera á ríflega þrjú hundruð milljarða samgönguáformum hafa við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Útreikningar eru sagðir betri nú en áður en þó er augljóst af því sem fram hefur komið að enn vantar mikið upp á útreikningana og miklar líkur á að aftur fari allur kostnaður úr böndum.

Þó að ýmsir hafi ákveðið að loka augunum fyrir því er enginn vafi á að samgöngusáttmálinn svokallaði snýst fyrst og fremst um að þvinga borgarlínuna í gegn hjá ríkinu og hjá nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Meirihlutinn í borginni hefur náð því fram sem útilokað hefði átt að vera; að koma þessu rándýra hugarfóstri sínu á framkvæmdastig með því að hefta umferð innan borgarmarkanna og búa til umferðartafir sem sagt er að þurfi að leysa með þessum risastrætisvögnum, þó að augljóst sé að aðrar leiðir og léttari eru bæði skjótvirkari

...