Arsenal tyllti sér í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að vinna Tottenham á útivelli 1:0, í Norður-Lundúnaslag í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær
Hetjan Gabriel rís hæst til þess að skora sigurmark Arsenal í Norður-Lundúnaslagnum á Tottenham Hotspur-leikvanginum í gær.
Hetjan Gabriel rís hæst til þess að skora sigurmark Arsenal í Norður-Lundúnaslagnum á Tottenham Hotspur-leikvanginum í gær. — AFP/Adrian Dennis

Enski boltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Arsenal tyllti sér í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með því að vinna Tottenham á útivelli 1:0, í Norður-Lundúnaslag í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær.

Gabriel skoraði sigurmarkið með skalla á 64. mínútu eftir hornspyrnu Bukayos Saka frá hægri. Arsenal er eftir sigurinn í öðru sæti með 10 stig.

Manchester City er áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 12, eftir 2:1-sigur á Brentford á heimavelli á laugardag.

Yoane Wissa kom Brentford yfir eftir aðeins 22 sekúndna leik áður en Erling Haaland sneri taflinu við með tveimur mörkum. Norski markahrókurinn er nú kominn með

...