Stundum borgar sig að hlusta á aðra. Gamall vinur ljósvakarýnis úr fjölmiðlastétt lofaði bresku spennuþættina Slow Horses hástöfum. Hið sama gerðu umbrotsmaður og prentsmiðjustjóri. Ljósvakarýnir fann loks fyrstu þáttaröðina af Slow Horses á erlendri sjónvarpsstöð
Oldman Fer fyrir góðum hópi í Slow Horses.
Oldman Fer fyrir góðum hópi í Slow Horses.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Stundum borgar sig að hlusta á aðra. Gamall vinur ljósvakarýnis úr fjölmiðlastétt lofaði bresku spennuþættina Slow Horses hástöfum. Hið sama gerðu umbrotsmaður og prentsmiðjustjóri.

Ljósvakarýnir fann loks fyrstu þáttaröðina af Slow Horses á erlendri sjónvarpsstöð. Skyndilega fylltist líf, sem alla jafna er afar rólegt og merkilega tíðindalaust, af óbærilegri spennu og gríðarlegum hasar. Þarna var ungur maður í lífshættu og ekkert benti til að hægt yrði að bjarga honum. Ljósvakarýnir tók það verulega nærri sér. Alls kyns óvæntar vendingar voru í atburðarás og hver þáttur endaði á hápunkti. Ljósvakarýnir var dasaður eftir áhorfið.

Þættirnir fjalla um fólk sem hefur gert mikil mistök í störfum fyrir bresku leyniþjónustuna og er sett í verkefni sem engu skipta en lendir óvænt í miðju ógnvænlegra atburða. Þarna fer Gary Oldman fyrir góðum leikarahópi. Hann er

...