Íslendingarnir þrír sem spila í efstu deild í handknattleik karla í Portúgal létu allir að sér kveða í öruggum sigrum liða sinna á laugardag. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir Sporting í 39:21-sigri á Avanca, Þorsteinn Leó Gunnarsson…

Íslendingarnir þrír sem spila í efstu deild í handknattleik karla í Portúgal létu allir að sér kveða í öruggum sigrum liða sinna á laugardag. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir Sporting í 39:21-sigri á Avanca, Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Porto í 35:26-sigri á Horta og Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk fyrir Benfica í 41:27-sigri á Vitoria.

Brynjólfur Willumsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Groningen þegar hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í jafntefli gegn Feyenoord, 2:2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Staðan var þá 0:2, Feyenoord í vil, en Brynjólfur gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis undir lokin og tryggði heimamönnum í Groningen þannig eitt stig.

...