Kvika telur vaxtalækkun í október ólíklega.
Kvika telur vaxtalækkun í október ólíklega. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kvika banki spáir að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,2% milli mánaða í september mælingu Hagstofunnar og ársverðbólga lækki úr 6,0% í 5,8%.

Bankinn telur að einkum muni vegast á flugfargjöld, sem lækki jafnan á þessum tíma árs, og hækkun innfluttra vara. Þessu samhliða þá muni sumarútsölur ganga til baka.

Bankinn gerir ráð fyrir að útsöluáhrif muni ganga nokkuð kröftuglega til baka í september en að hækkun húsnæðisliðarins verði svipuð og undanfarna mánuði. Að mati bankans mun stærsta breytingin í árstakti verðbólgunnar vera vegna bensínverðs að þessu sinni, þar sem von sé á ágætis lækkun í mánuðinum, eftir skarpa hækkun á sama tímabili í fyrra.

Bráðabirgðaspá Kviku gerir ráð fyrir samfelldri lækkun á mældri verðbólgu fram í nóvember og reiknar

...